Vigdís Sigurðardóttir heiti ég og hef brennandi áhuga á ljósmyndun, og öllu því tengdu. Áhuginn kveiknaði fyrst árið 2006 sem leiddi til kaupa á elskulegu myndavélinni minni í Thailandi vorið 2007. Síðan þá höfum við reynt margt saman og uppgötvað heiminn!
Í augnablikinu vinn ég að mastersverkefni mínu í sjávarlíffræði, og er því búsett í Ólafsvík. Með allar þessar náttúruperlur í bakgarðinum er ekki annað hægt en að nýta flestar stundir til að njóta þeirra til fullnustu, og hvernig er betra að gera það en með elskulegu myndavélinni?
Þegar ekki viðrar til útiveru stunda ég alls kyns myndvinnslu og hef m.a. komið mér upp hinni þokkalegustu framköllunaraðstöðu.
Ég setti upp þessa síðu til að kynna sjálfa mig og mitt áhugamál, en jafnframt til að búa til vettvang til að sýna mínar myndir og það sem ég er að spá. Einnig má skoða myndir mínar hér: www.flickr.com/vigdis. Hægt er að hafa samband við mig í síma 847-5028 eða með því að senda línu á vigdis@disin.net. Jafnframt er öllum velkomið að líta í heimsókn til mín í Ólafsvík.